VIÐGERÐARBYLTINGIN ER KOMIN TIL LANDSINS
Ert þú búin/nn að fá nóg af lélegri endingu tækja og búnaðar?
Restart Ísland hópurinn stendur reglulega fyrir opnum vinnustofum. Þangað geta þátttakendur komið með biluð raf- og rafeindatæki og fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum við viðgerðir. Á þennan hátt komum við í veg fyrir ótímabæra sóun. Vinnustofurnar eru ókeypis og öllum opnar.
Viltu slást í hópinn? Hafðu endilega samband.
OKKAR FRAMLAG
Fjöldi þáttakenda
Fjöldi klst sjálfboðaliða
Fjöldi Restart vinnustofa
Rafmagnsrusl bjargað
Kolefnisáhrif
HVENÆR VERÐUR NÆSTA VINNUSTOFA?
HVENÆR?
16. janúar 2019 - kl. 17-19
VINNUSTOFA Í FAB-LAB
Akureyri
HVENÆR?
20. febrúar 2019 - kl. 17-19
VINNUSTOFA Í FAB-LAB
Akureyri



HVAÐ ER RESTART?
Rannsóknir sýna að við hendum oft raftækjum vegna minniháttar bilunar sem auðvelt er að gera við en borgar sig ekki að fara með á verkstæði. Þetta leysir Restart vinnustofa.
Vinnustofur Restart Ísland eru í anda Restart Project vinnustofa í London. Um er að ræða þriggja klukkustunda langar vinnustofur þar sem sjálfboðaliðar með tæknilega hæfileika hjálpa þátttakendum að gera við minniháttar bilanir raftækja. Og það besta er að aðstoðin er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Verkefnið er algerlega rekið á góðgerðarformi, með styrkjum frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem líta jákvætt til áhrifa þess.
„Restart verkefnið vinnur bæði að umhverfisvernd og einnig gegn sívaxandi tilhneigingu raftækjaframleiðenda sem gera vörurnar sínar úreltar til að þrýsta á viðskiptavini
að endurnýja.“
Tony Roberts, framkvæmdastjóri
Restart Project UK.
HVAR ERUM VIÐ?
Hringteigur, Akureyri, Iceland
773 8584